Handboltamarkvörður skorar með fætinum

Handbolti.
Handbolti. mbl.is

Markvörðurinn Francois Xavier Chapon, fyrrum samherji Ragnars Óskarssonar hjá franska handknattleiksliðinu US Ivry, skoraði skrautlegt mark gegn liði Chambery í franska handboltanum fyrr í mánuðinum. 

Chapon stóð vaktina í marki Ivry þegar leikmaður Chambery slapp inn af línunni og varði Chapon glæsilega frá honum en það sem gerðist í framhaldinu er heldur óvenjulegt á handboltavellinum eins og sést í þessu myndbandi sem birtist á vef breska blaðsins Guardian. 

US Ivry vann leikinn 30:21 sem fram fór á heimavelli Ivry í útjaðri Parísar.


mbl.is

Bloggað um fréttina