Ólafur skoraði fjögur fyrir Kristianstad

Ólafur Guðmundsson
Ólafur Guðmundsson mbl.is/Ómar

Ólafur Guðmundsson skoraði fjögur mörk fyrir Kristianstad og var næstmarkahæstur þegar liðið vann Lugi HF á útivelli 25:23 í efstu deild sænska handboltans í kvöld.

Elvar Friðriksson skoraði tvívegis fyrir Hammarby þegar liðið vann Ystad 27:24 á heimavelli.

mbl.is