Rakel Dögg aðstoðarþjálfari Stjörnunnar

Rakel Dögg Bragadóttir.
Rakel Dögg Bragadóttir. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Rakel Dögg Bragadóttir hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna í handbolta hjá Stjörnunni.

Hún verður Ragnari Hermannssyni þjálfara innan handar en Ragnar var í vor ráðinn þjálfari liðsins í stað Skúla Gunnsteinssonar sem er tekinn við karlaliðinu.

Rakel er uppalin í Stjörnunni og lék með liðinu í mörg ár sem og landsliðinu og þá lék hún um tíma í Noregi og í Danmörku.

Rakel hefur verið ein albesta handknattleikskona landsins um árabil en í byrjun árs tilkynnti hún að hún hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna vegna höfuðmeiðsla sem hún varð fyrir á æfingu landsliðsins í lok nóvember.

mbl.is