Dröfn í markið hjá ÍR

Dröfn Haraldsdóttir.
Dröfn Haraldsdóttir. mbl.is/Kristinn

Dröfn Haraldsdóttir, sem hefur varið mark ÍBV í handboltanum í vetur, er gengin til liðs við ÍR, nýliðana í úrvalsdeild kvenna.

Eins og fram kom í Morgunblaðinu í morgun hætti Dröfn að spila með Eyjaliðinu á dögunum en sagði þar að framtíðin væri óljós þó hún væri ekki hætt í handbolta.

Í tilkynningu frá ÍR segir að félagið ætli sér stærri hluti í handbolta kvenna á næstu árum og Dröfn sé einn liðurinn í því. ÍR er án stiga á botni deildarinnar eftir þrettán leiki en félagið hóf keppni þar á ný í haust eftir nokkurt hlæé.

Dröfn hefur leikið níu A-landsleiki fyrir Íslands hönd og lék með íslenska landsliðinu í lokakeppni EM árið 2012.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert