Ágúst frá Aftureldingu til FH

Línumaðurin Ágúst Birgisson hefur yfirgefið Aftureldingu og ætlar að ganga ...
Línumaðurin Ágúst Birgisson hefur yfirgefið Aftureldingu og ætlar að ganga til liðs við FH. Eggert Jóhannesson

Línumaðurinn Ágúst Birgisson hefur ákveðið að ganga til liðs við handknattleikslið FH og yfirgefa þar með herbúðir Aftureldingar sem hann hefur tilheyrt um nokkurra ára skeið. Eftir því næst verður komist varð að samkomulagi milli Ágústs og forráðamanna Aftureldingar að hann rói á önnur mið.

Ágúst ætti þar með að öllu óbreyttu að verða löglegur með FH þegar keppni í Olís-deild karla hefst í byrjun febrúar.  Hann hefur skoraði 14 mörk í 16 leikjum með Aftureldingu í Olís-deildinni og staðið í skugganum af Pétri Júníussyni sem aðallínumaður liðsins. 

Garðar Svansson sem FH lánaði til Aftureldingar í haust skiptir á ný yfir til félaga sinna í FH nú þegar félagskiptaglugginn hefur verið opnaður eins og upphaflegt samkomulag kvað á um. 

mbl.is