„Frábært að mæta aftur í Kaplakrikann“

Aron Pálmarsson og Rúnar Kárason á æfingu landsliðsins í gær.
Aron Pálmarsson og Rúnar Kárason á æfingu landsliðsins í gær. mbl.is/Styrmir Kári

Aron Pálmarsson spilar tímamótalandsleik annað kvöld og það á gamla heimavelli sínum í Kaplakrika þegar Íslendinga mæta Portúgölum í fyrri vináttulandsleiknum af tveimur. Leikirnir eru liður í undirbúningi landsliðsins fyrir Evrópumótið í Póllandi en Ísland mætir Noregi í fyrsta leik eftir tíu daga.

„Það verður frábært að mæta aftur í Krikann. Ég held að ég hafi ekki spilað þar síðan 2009. Leikirnir sem við höfum spilað hafa yfirleitt farið fram í Laugardalshöllinni og einstöku sinni á Ásvöllum en það er löngu orðið tímabært að fara með landsleiki í aðalhúsið í Hafnarfirði. Ég er mjög spenntur fyrir þessu og hvet landsmenn til að mæta og ekki síst alla FH-inga,“ sagði Aron við Morgunblaðið eftir æfingu landsliðsins í gær.

Í leikjunum 99 sem Aron hefur spilað fyrir Íslands hönd hefur hann skorað 373 mörk en hann lék sinn fyrsta landsleik árið 2008, þá 18 ára gamall.

Sjá viðtalið í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert