Kristín í banni annað kvöld

Kristín Guðmundsdóttir verður í leikbanni annað kvöld þegar Valur tekur …
Kristín Guðmundsdóttir verður í leikbanni annað kvöld þegar Valur tekur á móti Fram í Olís-deild kvenna í handknattleik. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Kristín Guðmundsdóttir tekur út leikbann þegar Valur tekur á móti Fram í Olís-deild kvenna í Valshöllinni annað kvöld. Kristín var útilokuð í viðureign Vals og ÍBV í undanúrslitum deildabikarkeppninnar á milli jóla og nýárs og sýpur seyðið af því annað kvöld. 

Aganefnd HSÍ úrskurðaði Kristínu í eins leiks bann á fundi sínum á dögunum. 

Kristin hefur verið einn allra besti leikmaður Vals á keppnistímabilinu reyndar eins og á síðustu leiktíð einnig. Hún er markahæsti leikmaður Valsliðsins með 86 mörk í 12 leikjum.

mbl.is