Ólýsanleg vonbrigði

Rene Toft Hansen fagnar marki á EM fyrir tveimur árum …
Rene Toft Hansen fagnar marki á EM fyrir tveimur árum á heimavelli. AFP

Danski handknattleiksmaðurinn  René Toft Hansen segir að hugsanlega hafi hann nú þegar leikið sinn síðasta landsleik. Hansen sleit krossband í kappleik með Kiel á milli jóla og nýárs og segir það hafa verið grátlegt að missa EM vegna alvarlegra meiðsla í síðasta leik áður en hann átti að mæta á fyrstu æfingu danska landsliðsins undir stjórn Guðmundar Þórðar Guðmundssonar.

Hansen segir í samtali við BT í dag að það verði  kraftaverk hafi hann jafnað sig af krossbandaslitinu í ágúst þegar Ólympíuleikarnir fari fram. Hann hafi haft í huga að rifa seglin með landsliðinu eftir leikana sem fram fara í Ríó í ágúst. Sennilega verði meiðslin nú þess að hann hafi þegar leikið sinn síðasta landsleik fyrir Danmörku. 

„Vonbrigðin að meiðast í síðasta leik fyrir EM voru ólýsanleg,“ segir Hansen sem er 31 árs gamall og hefur á undanförnum árum verið einn traustasti leikmaður danska landsliðsins og unnið með því nokkur verðlaun á stórmótum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert