Hákon frá bikarmeisturum til Íslandsmeistara

Hákon Daði Styrmisson.
Hákon Daði Styrmisson. mbl.is/Kristinn

Íslandsmeistarar Hauka í handknattleik hafa fengið vinstri hornamanninn Hákon Daða Styrmisson til liðs við sig, en hann kemur á láni frá bikarmeisturum ÍBV út tímabilið.

Hákon á að baki leiki með yngri landsliðum Íslands þar sem hann spilaði meðal annars stórt hlutverk hjá U19 ára landsliðinu á HM í Rússlandi í sumar þar sem liðið hafnaði í þriðja sæti og hreppti bronsverplaun.

Í tilkynningu frá Haukum er lýst ánægju yfir því að fá Hákon til liðs við sig, en hann hefur skorað 19 mörk í 14 leikjum með Eyjamönnum í Olís-deild karla það sem af er.

mbl.is