Haukar fá Aftureldingu í heimsókn

Eyjamenn eiga titil að verja.
Eyjamenn eiga titil að verja. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Haukar og Afturelding eigast við í stórleik í 8-liða úrslitum Coca Cola bikars karla í handbolta en dregið var í Ægisgarði við Eyjaslóð í hádeginu í dag.

Einum leik er ólokið í 16-liða úrslitum en HK og ÍBV mætast þann 1. febrúar, viku áður en áætlað er að leikirnir í 8-liða úrslitum fari fram. Úrslitahelgin í bikarnum fer fram 25.-28. febrúar.

Tvö 1. deildarlið eru örugg í 8-liða úrslitin, Stjarnan og Fjölnir, og voru þau örugg um að fá heimaleik færi svo að þau myndu mæta úrvalsdeildarliði. Þriðja 1. deildarliðið, HK, er einnig enn með í keppninni en þarf að slá út ÍBV til að mæta Val.

8-liða úrslit:
Stjarnan - Fram
Haukar - Afturelding
HK/ÍBV - Valur
Fjölnir - Grótta

mbl.is