Fékk frí frá kappleik gegn eigin vilja

Guðjón Valur Sigurðsson
Guðjón Valur Sigurðsson mbl.is/Golli

Guðjón Valur Sigurðsson lék aldrei þessu vant ekki með Barcelona í gær þegar liðið vann Morrazo í spænsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöldi, 34:22.

Guðjón Valur sagði við Morgunblaðið að þjálfarinn, Xavier Pascual, gæfi yfirleitt tveimur til þremur leikmönnum frí í hverjum deildarleik. „Röðin var komin að mér, Morros og Jallouz,“ sagði Guðjón Valur.

„Fríið var ekki að minni ósk og þjálfarinn veit það.“

Sigurinn í gær var sá 79. í röð hjá Barcelona í deildinni á Spáni og sá 18. í vetur.