„Höfum alltaf tapað hérna“

Sebastian Alexandersson, þjálfari Selfoss.
Sebastian Alexandersson, þjálfari Selfoss. Patricia Szölösi sækir að marki Selfoss

„Við höfum aldrei verið nálægt því að vinna hérna þannig það er ekki hægt annað en að vera sáttur, “ sagði glaður Sebastian Alexandersson þjálfari Selfoss eftir 28:28 jafntefli við ÍBV í Vestmannaeyjum í dag. Þetta var fyrsti leikur í 23.umferð Olís-deildar kvenna.

„Við erum að brjóta ákveðinn ís hér í dag, við höfum alltaf tapað hérna, það finnst mér mjög jákvætt.”

Hvað ertu sáttastur með í leik þinna kvenna?

„Varnarleikinn, þótt svo að ÍBV hafi skorað helling af mörkum. Við erum að þreifa okkur áfram með frekar óhefðbundnum varnarleik og mér fannst hann smella frábærlega hér í dag,“ sagði hann að lokum.

Selfoss náði þarna í mikilvægt stig í baráttunni um umspilssæti en liðið er í 7. sæti með 25 stig á meðan ÍBV er í 5. sæti með 33 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert