Arnór og félagar í átta liða úrslit

Arnór Atlason var með 4 mörk fyrir St. Raphael í ...
Arnór Atlason var með 4 mörk fyrir St. Raphael í dag. Adam Jastrzebowski / Foto Olimpik

Arnór Atlason og samherjar hans í franska liðinu Saint-Raphaël tryggðu sér í dag sæti í 8-liða úrslitum EHF-keppninnar í handknattleik.

Saint-Raphaël bar í dag sigurorð af Minsk í Hvíta-Rússlandi, 33:31, og með sigrinum tryggðu Arnór og félagar hans sér annað sætið í riðlinum og þar með farseðilinn í átta liða úrslitin. Arnór skoraði 4 mörk í leiknum.

mbl.is