Átta mörk Egils dugðu ekki til

Egill Magnússon skoraði átta mörk fyrir Tvis Holstebro þegar liðið ...
Egill Magnússon skoraði átta mörk fyrir Tvis Holstebro þegar liðið tapaði fyrir Nantes í dag. Árni Sæberg

Egill Magnússon var markahæstur í liði Tvis Holstebro með átta mörk þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Nantes frá Frakklandi 28:27 í lokaumferð riðlakeppninnar í EHF-bikarnum í dag.

Tapið þýðir að Tvis Holstebro situr eftir með sárt ennið og komst ekki í átta liða úrslita keppninnar. Tvis Holstebro hafnaði í þriðja sæti riðilsins með sex stig, tveimur stigum á eftir Göppingen og fjórum stigum á eftir Nantes.

Sigurbergur Sveinsson var ekki í leikmannahópi Tvis Holstebro í þessum leik. 

mbl.is