Endurkoma hjá Ólafi

Ólafur Gústafsson í búningi Aalborg.
Ólafur Gústafsson í búningi Aalborg. Ljósmynd/aalborghaandbold.d

Ólafur Gústafsson lék í kvöld sinn fyrsta leik með danska liðinu Aalborg í langan tíma þegar liðið gerði jafntefli við Granollers, 24:24, í lokaumferð riðlakeppni EHF-keppninnar í handknattleik en leikurinn fór fram á Spáni.

Ólafur, sem hefur glímt við erfið meiðsli í hné, komst ekki á blað en norski landsliðsmaðurinn Sander Sagosen var markahæstur í danska liðinu með 7 mörk.

Aalborg endaði í neðsta sæti riðilsins með 4 stig en Granollers varð í öðru sæti á eftir Magdburg og eru liðin komin í átta liða úrslitin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert