Löwen úr leik í Meistaradeildinni

Alexander Petersson.
Alexander Petersson. AFP

Íslendingaliðið Rhein-Neckar Löwen er úr leik í Meistaradeild Evrópu í handknattleik eftir tap gegn króatíska liðinu HC Zagreb, 31:29, á heimavelli í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitunum.

Löwen hafði betur í fyrri leiknum í Zagreb, 24:23, en Króatarnir höfðu betur samanlagt með eins marks mun.

Hvorki Alexander Petersson né Stefán Rafn Sigurmannsson skoruðu fyrir Löwen en Andre Schmid var markahæstur með 7 mörk og þeir Uwe Gensheimer, Hendrik Pekeler og Patrick Grötzski voru með 5 mörk hver.

mbl.is