Oddur rauf 200 marka múrinn

Oddur Gretarsson.
Oddur Gretarsson. Ljósmynd/tvemsdetten.com

Oddur Grétarsson braut 200 marka múrinn í þýsku B-deildinni í handknattleik í gær þegar hann skoraði 11 mörk í sigurleik með Emsdetten.

Akureyringurinn knái hefur nú skorað 202 mörk á leiktíðinni í deildinni og er annar markahæsti leikmaður deildarinnar. Sá markahæsti er Rene Drechsler leikmaður Wilhelmshavener sem hefur skorað 211 mörk.

Oddur, sem hefur leikið með Emsdetten frá árinu 2013, á baki 18 leiki með íslenska A-landsliðinu og hefur í þeim skorað 31 mark.

mbl.is