„Vitum að þetta er tryllt einvígi“

Jóhann Jóhannsson sagði Aftureldingu ekki hafa náð að sýna sínar bestu hliðar í kvöld þegar liðið tapaði fyrir Haukum á heimavelli 25:28 í öðrum leik liðanna í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta. 

Afturelding náði mest þriggja marka forskoti í fyrri hálfleik og var yfir 12:10 að loknum fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik breyttist leikurinn og þá náðu Haukar mest sex marka forskoti.

„Ég hvort ekki hvort hægt sé að skrifa þetta á þreytu eða eitthvað annað en mér fannst þetta vera aðallega andlegt. Við náum ekki að spila alveg okkar vörn og erum að klikka á nokkrum dauðafærum. Nokkrir feilar einnig. Mér fannst það skilja að,“ sagði Jóhann meðal annars við mbl.is en viðtalið við hann í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

Jóhann Jóhannsson í vörninni í leiknum í kvöld.
Jóhann Jóhannsson í vörninni í leiknum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert