Stoltur af leikmönnum liðsins

Þórhildur Gunnarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar.
Þórhildur Gunnarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar. mbl.is / Eggert Jóhannesson

„Við ætluðum okkur að verða Íslandsmeistari, það gekk ekki upp og af þeim sökum er ég verulega svekktur. Grótta verðskuldar það að var Íslandsmeistari og á sigurinn fyllilega skilinn,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar eftir 28:23 tap liðsins gegn Gróttu í fjórða leik liðann í úrslitaeinvígi deildarinnar í dag. 

„Þær náðu að slíta sig frá okkur í fyrri hálfleik með því að keyra í bakið á okkur með hraðaupphlaupum í kjölfar þess að við nýttum ekki þau fínu færi sem við vorum að skapa. Það dró af okkur í kjölfarið og varnarleikurinn var ekki eins og við vildum hafa hann í þessum leik,“ sagði Halldór Harri aðspurður um hvað hefði orðið Stjörnuliðinu að falli.

„Þetta er í fjórða skipti sem Stjarnan tapar í úrslitaeinvíginu og það er slæmur ávani sem þarf að breyta strax á næsta keppnistímabili. Ég er aftur á móti afar stoltur leikmönnum liðsins sem stóðu sig vel í vetur. Við urðum bikarmeistarar og komumst í úrslitaeinvígið sem er eitthvað til að vera hreykin af,“ sagði Halldór Harri um veturinn í heild sinni og framhaldið hjá Stjörnuliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert