„Allt var gott hjá okkur“

Adam Haukur Baumruk skoraði 7 mörk fyrir Hauka gegn Aftureldingu í kvöld þegar Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð.

Þriðji leikur liðanna varð vendipunktur fyrir Adam í rimmunni, þótt Afturelding hafi unnið hann og komist 2:1 yfir, því þá skoraði Adam 15 mörk. 

„Það var leiðinlegt að tapa leik þar sem ég skoraði svona mikið. Aðalatriðið er að spila vel og skora þessi mörk fyrir liðið. Sem betur fer gekk þetta upp í þessum leik og þá urðum við Íslandsmeistarar,“ sagði Adam meðal annars í samtali við mbl.is en viðtalið við Adam má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. 

Adam Haukur í leiknum í kvöld.
Adam Haukur í leiknum í kvöld. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is