Sigurgleði Hauka (myndskeið)

Haukar urðu Íslandsmeistarar karla í handknattleik í ellefta sinn í kvöld þegar þeir unnu Aftureldingu, 34:31, í oddaleik í Schenker-höllinni á Ásvöllum. Þar af var þetta í tíunda sinn sem félagið fagnar Íslandsmeistaratitli karla á þessari öld eða frá 2001. Sigurgleðin og stemningin var ósvikin þegar Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði, tók við Íslandsbikarnum í leikslok í kvöld eins sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert