Úrvalslið Íslands - Veldu þitt eigið lið

Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson fengu glimrandi kosningu hjá ...
Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson fengu glimrandi kosningu hjá álitsgjöfum blaðsins. mbl.is/Golli

Morgunblaðið birti í þessari viku Úrvalslið Íslands í handbolta hjá báðum kynjum eftir atkvæðagreiðslu hjá fjölda álitsgjafa. Nú gefst lesendum mbl.is kostur á að velja sín lið hér á vefnum. 

Hægt er að velja á milli þeirra leikmanna sem atkvæði fengu hjá álitsgjöfunum og í þeim stöðum á vellinum sem þeir/þær fengu atkvæði.

Einnig er hægt að velja karla- og kvennaliðin í körfuboltanum en Úrvalslið Íslans í þeirri grein voru kynnt í Morgunblaðinu í maí í fyrra. 

Lesendum gefst jafnframt kostur á að deila niðurstöðu sinni á samfélagsmiðlum. 

Einnig er hægt að sjá hvaða íþróttafólk var í Úrvalsliðum Íslands í Morgunblaðinu.

Veldu þitt eigið lið

Dagný Skúladóttir fékk flest atkvæði í kvennaliðið hjá álitsgjöfum blaðsins.
Dagný Skúladóttir fékk flest atkvæði í kvennaliðið hjá álitsgjöfum blaðsins. mbl.is/hag
mbl.is