Atli Ævar á förum frá Sävehof

Atli Ævar Ingólfsson.
Atli Ævar Ingólfsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sænski handboltavefurinn Handbollskanalen.se segir að línumaðurinn Atli Ævar Ingólfsson muni yfirgefa sænska úrvalsdeildarliðið Sävehof eftir tímabilið.

Arnar Freyr Theodórsson umboðsmaður Atla Ævars staðfesti í samtali við mbl.is í morgun að Atli Ævar muni fara frá Sävehof eftir tímabilið og sé í viðræðum við önnur félög.

Samningur Atla Ævars við Sävehof rennur út eftir tímabilið en hann gekk í raðir félagsins frá sænska liðinu GUIF árið 2015. Þar áður lék hann með dönsku liðunum SønderjyskE og Nordsjælland.

Atli Ævar er 28 ára gamall og á að baki sex leiki með íslenska A-landsliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert