Selfoss vann Val í háspennuleik

Elvar Örn Jónsson er markahæsti leikmaður Selfyssinga í vetur.
Elvar Örn Jónsson er markahæsti leikmaður Selfyssinga í vetur. mbl.is/Árni Sæberg

Selfyssingar unnu nauman sigur á Val, 29:28, á heimavelli í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokakaflinn var æsispennandi.

Selfoss komst uppfyrir Val og í 5. sæti deildarinnar með 24 stig en Valur er með 23 stig. Bæði lið fara í úrslitakeppnina og geta lent hvar sem er frá fimmta til sjöunda sætis.

Leikurinn fór rólega af stað en Valsmenn höfðu undirtökin þegar leið á fyrri hálfleikinn og höfðu verðskuldað forskot í hálfleik, 16:14.

Valsmenn höfðu áfram frumkvæðið í seinni hálfleik og leiddu með þremur mörkum þegar tólf mínútur voru eftir, 20:23. Þá skoruðu Selfyssingar fjögur mörk í röð og síðustu fimm mínúturnar voru æsispennandi. 

Vörn og markvarsla small saman hjá Selfyssingum þegar mest á reyndi og þeir skoruðu síðustu tvö mörk leiksins og tryggðu sér sigurinn þegar 20 sekúndur voru eftir..

Hergeir Grímsson skoraði 8 mörk fyrir Selfoss, Teitur Örn Einarsson 8/2 og Elvar Örn Jónsson 6. Einar Ólafur Vilmundarson varði 10/1 skot og átti frábæran lokakafla. 

Sveinn Aron Sveinsson og Atli Bachmann skoruðu báðir 7 mörk fyrir Val og Alexander Júlíusson 5. Sigurður Ólafsson varði 11 skot í marki Vals.

Selfoss 29:28 Valur opna loka
60. mín. Einar Ólafur Vilmundarson (Selfoss) varði skot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert