Theodór verður áfram hjá ÍBV

Theodór Sigurbjörnsson, markahæsti leikmaður Olísdeildarinn í handknattleik, verður áfram í …
Theodór Sigurbjörnsson, markahæsti leikmaður Olísdeildarinn í handknattleik, verður áfram í Eyjum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Theodór Sigurbjörnsson, markahæsti leikmaður Olís-deildar karla í handknattleik, hefur ákveðið að leika áfram með handknattleiksliði ÍBV. Hann skrifaði í kvöld undir tveggja ára nýjan samningi við Eyjaliðið.

Erlend félög hafa borið víurnar í Theodór síðustu vikur og mánuði en hann mun hafa ýtt öllu frá sér í bili og ákveðið að vera áfram hjá ÍBV sem er í öðru sæti Olís-deildarinnar þegar ein umferð er óleikin.

Theodór hefur skorað 222 mörk í 25 leikjum í deildinni á leiktíðinni og er langmarkahæstur opg ljóst að hann verður eini leikmaður deildarinnar sem skorar yfir 200 mörk í deildarkeppninni.

Theodór Sigurbjörnsson t.v. ásamt Karli Haraldssyni formanni handknattleiksdeildar ÍBV við …
Theodór Sigurbjörnsson t.v. ásamt Karli Haraldssyni formanni handknattleiksdeildar ÍBV við undirritun samningsins í kvöld. Ljósmynd/ÍBV
mbl.is