Þorgerður handarbrotnaði

Rakel Dögg Bragadóttir og Þorgerður Anna Atladóttir eftir að Stjarnan …
Rakel Dögg Bragadóttir og Þorgerður Anna Atladóttir eftir að Stjarnan varð bikarmeistari. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þorgerður Anna Atladóttir, leikmaður deildarmeistara Stjörnunnar, er að öllum líkindum búin að spila sinn síðasta leik á tímabilinu en hún handarbrotnaði í fyrsta undanúrslitaleiknum í einvíginu við Gróttu í gær.

Hún staðfesti þetta við mbl.is í dag og sagðist jafnframt vera að bíða eftir því að komast í aðgerð. „Ég flæktist eitthvað í baráttunni um boltann eða lenti i samstuði við leikmann Gróttu," sagði Þorgerður.

Þorgerður Anna hefur verið einstaklega óheppin með meiðsli á sínum ferli. Í október lék hún sinn fyrsta leik í tíu mánuði, en hún var að glíma við brjósklos í baki. Hún var í Íslands­meist­araliði Stjörn­unn­ar 2009 og lék áfram með liðinu til 2011. Eft­ir það gekk Þor­gerður Anna til liðs við Val og var tvær leiktíðir á Hlíðar­enda áður en hún fór til Nor­egs.

Hún var í þrjú ár í atvinnumennsku, eitt ár hjá Flint Tönsberg í Noregi en eftir það hjá þýska stórliðinu Leipzig. Hún kom aftur heim til Stjörnunnar í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert