Akureyri handboltafélag tekur þátt

Sverre Jakobsson, Friðrik Svavarsson og félagar hjá Akureyri á góðri …
Sverre Jakobsson, Friðrik Svavarsson og félagar hjá Akureyri á góðri stundu í vetur. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Árni Óðinsson, formaður Íþróttafélagsins Þórs staðfesti það við Morgunblaðið að búið sé að skrá Akureyri handboltafélag til leiks fyrir næsta tímabil, þótt KA hafi vilja og löngun til að slíta samstarfinu við Þór.

Þór sendi frá sér yfirlýsingu á laugardag þar sem kom fram að félagið samþykkti ekki að slíta félaginu um Akureyri handboltafélag sem tekið hefur þátt í Íslandsmótinu í handknattleik karla síðustu 11 ár.

„Við vitum ekki alveg hvernig KA bregst við þessu. Við höfum sent þeim frekari gögn. Með þessari tilkynningu vildum við tilkynna bæjarbúum hver okkar hugur væri í þessum efnum. Það er búið að skrá Akureyri handboltafélag til leiks fyrir næsta vetur, við verðum líka með 2. flokk og ungmennalið ef við höldum sæti okkar í efstu deild, sem verður að koma í ljós hvort verður,“sagði Árni Óðinsson, formaður íþróttafélagsins Þórs.

Hrefna G. Torfadóttur, formaður KA, vildi ekki tjá sig um máli þegar mbl.is leitaði var viðbragða hennar.

KR verður ekki með

Aðalstjórn KR og handknattleiksdeild tilkynntu á laugardaginn að KR sendi ekki lið til leiks í meistaraflokki karla á næsta keppnistímabili. KR vann sér sæti í úrvalsdeild karla á dögunum og tekur þar með ekki sæti.

Í yfirlýsingu frá KR kemur fram að aðalstjórn telji sig ekki geta boðið handknattleiksliðinu viðunandi aðstöðu til keppni og æfinga á næsta keppnistímabili til þess að eiga lið í fremstu röð.

Frestur til þess að tilkynna þátttöku á Íslandsmótinu í handknattleik á næsta keppnistímabili rennur út í hádeginu í dag. Vegna þess að KR tekur ekki sæti í úrvalsdeild karla bíður það nú mótanefndar HSÍ að bjóða öðru liði þátttöku í deildinni. sport@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert