Tveir A-landsliðsmenn í U21-hópnum fyrir HM

Viktor Gísli Hallgrímsson er aðeins 16 ára gamall en vann ...
Viktor Gísli Hallgrímsson er aðeins 16 ára gamall en vann sér sæti í U21-hópnum með frammistöðu sinni með Fram í vetur. mbl.is/Eggert

Ólafur Stefánsson og Sigursteinn Arndal hafa valið 23 leikmenn til æfinga fyrir heimsmeistaramót U21-landsliða karla í handbolta sem hefst í Alsír um miðjan júlí.

Tveir leikmenn úr A-landsliði Íslands eru í hópnum en það eru þeir Arnar Freyr Arnarsson, atvinnumaður hjá Kristianstad í Svíþjóð, og Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Aarhus í Danmörku.

Birkir Benediktsson, skytta Aftureldingar, er í hópnum en hann þumalbrotnaði í annað sinn á árinu í síðasta mánuði og missti af lokum tímabilsins í Olís-deildinni.

Hinn 16 ára gamli markvörður Viktor Gísli Hallgrímsson úr Fram, og hinn 17 ára gamli Gísli Þorgeir Kristjánsson úr FH, eru einnig í hópnum. Hópinn má sjá í heild hér að neðan en æfingar hefjast 29. maí.

Æfingahópur fyrir HM:
Arnar Freyr Arnarsson, Kristianstad

Aron Dagur Pálsson, Grótta
Birkir Benediktsson, Afturelding
Dagur Arnarsson, ÍBV
Egill Magnússon, TTH Holstebro
Einar Baldvin Baldvinsson, Víkingur
Elliði Snær Viðarsson, ÍBV
Nökkvi Dan Elliðason, Grótta
Elvar Örn Jónsson, Selfoss
Gestur Ólafur Ingvarsson, Afturelding
Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH
Grétar Ari Guðjónsson, Haukar
Hákon Daði Styrmisson, Haukar
Kristján Örn Kristjánsson, Fjölnir
Leonharð Þorgeir Harðarson, Haukar
Óðinn Þór Ríkharðsson, FH
Ómar Ingi Magnússon, Aarhus
Sigtryggur Daði Rúnarsson, Aue
Sturla Magnússon, Valur
Teitur Örn Einarsson, Selfoss
Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram
Ýmir Örn Gíslason, Valur
Þorgeir Bjarki Davíðsson, Fram

mbl.is