Valsmenn þurfa að losna úr Gíslatökunni

Valsmenn reyna að stöðva hinn unga Gísla Þorgeir Kristjánsson úr …
Valsmenn reyna að stöðva hinn unga Gísla Þorgeir Kristjánsson úr FH. Eggert Jóhannesson

„Besti leikmaðurinn í seríunni er Gísli Þorgeir Kristjánsson, og maður sér ekki alveg hvernig Valur ætlar að stoppa hann. Það eru komnir þrír leikir af fjórum þar sem hann hefur gjörsamlega ráðið ríkjum. Það er oft þannig að besti leikmaðurinn gerir útslagið í úrslitaseríu.“

Þetta segir Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, sem Morgunblaðið fékk til að spá í spilin fyrir oddaleik Íslandsmóts karla í handbolta.

Staðan í einvígi FH og Vals er 2:2 og því ljóst að nýr Íslandsmeistari verður krýndur eftir leikinn í Kaplakrika á morgun, sem hefst kl. 16. Fyrrnefndur Gísli fór enn á kostum í síðasta leik, þegar FH vann öruggan sigur á Hlíðarenda í fyrrakvöld, 30:25, og hefur svo sannarlega blómstrað í einvíginu eins og Einar benti á. Þessi 17 ára gamli leikstjórnandi kemur ekki til með að koðna niður á morgun, segir hans gamli kennari.

Sjá viðtal við Einar Andra í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert