Gísli Þorgeir valinn sá mikilvægasti

Gísli Þorgeir Kristjánsson stekkur upp gegn Ými Erni Gíslasyni og …
Gísli Þorgeir Kristjánsson stekkur upp gegn Ými Erni Gíslasyni og Alexander Júlíussyni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hinn 17 ára gamli Gísli Þorgeir Kristjánsson úr FH var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitakeppni Olís-deildar karla í handknattleik en tilkynnt var um valið eftir sigur Vals gegn FH í hreinum úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika í dag.

Gísli Þorgeir sýndi frábær tilþrif í úrslitakeppninni og ljóst er að þarna er á ferðinni eitt mesta efni sem fram hefur komið í handboltanum hin síðari ár og hann á bjarta framtíð fyrir sér á handboltavellinum.

Gísli Þorgeir á hæfileikana ekki langt að sækja en faðir hans er Kristján Arason sem af mörgum er talinn einn besti handboltamaður þjóðarinnar frá upphafi. Móðir hans, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, var sömuleiðis liðtæk handboltakona á árum áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert