Axel valdi fimm unga nýliða

Perla Ruth Albertsdóttir frá Selfossi er í landsliðshópnum.
Perla Ruth Albertsdóttir frá Selfossi er í landsliðshópnum. mbl.is/Golli

Axel Stefánsson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, tilkynnti í dag 22 manna hóp fyrir æfingabúðir í Reykjavík dagana 6. til 18. júní. Í honum eru fimm ungir nýliðar.

Í júlí fer liðið til Danmerkur og spilar æfingaleiki við dönsk félagslið en þetta er liður í undirbúningnum fyrir undankeppni Evrópumótsins 2018 sem hefst í haust.

Fimm leikmenn í hópnum hafa aldrei spilað A-landsleik en það eru Andrea Jacobsen, 19 ára, úr Fjölni, Mariam Eradze, 18 ára, sem leikur með Toulon í Frakklandi, Perla Ruth Albertsdóttir, 20 ára, sem leikur með Selfossi, Sandra Erlingsdóttir, 18 ára, sem leikur með ÍBV, og Stefanía Theodórsdóttir, 19 ára, sem leikur með Stjörnunni.

Í hópinn vantar fjóra leikmenn sem eru frá vegna meiðsla en það eru Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir frá Selfossi, Rut Jónsdótir frá Midtjylland, Steinunn Björnsdóttir úr Fram og Sunna Jónsdóttir sem síðast lék með Halden í Noregi.

Arna Sif Pálsdóttir er leikjahæst í hópnum með 126 landsleiki en Rakel Dögg Bragadóttir kemur næst með 102 leiki. Karen Knútsdóttir er markahæst með 310 mörk í 86 landsleikjum en Rakel Dögg er með 304 mörk í sínum 102 leikjum. Rakel er aldursforseti hópsins, 31 árs gömul.

Hópurinn er þannig skipaður:

Andrea Jacobsen, Fjölni
Arna Sif Pálsdóttir, Nice
Birna Berg Haraldsdóttir, Glassverket
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Haukum
Eva Björk Davíðsdóttir, Sola
Guðrún Ósk Maríasdóttir, Fram
Hafdís Renötudóttir, Stjörnunni
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjörnunni
Hildigunnur Einarsdóttir, Leipzig
Karen Knútsdóttir, Nice
Lovísa Thompson, Gróttu
Mariam Eradze, Toulon
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfossi
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram
Rakel Dögg Bragadóttir, Stjörnunni
Sandra Erlingsdóttir, ÍBV
Stefanía Theodórsdóttir, Stjörnunni
Steinunn Hansdóttir, Skanderborg
Thea Imani Sturludóttir, Fylki
Unnur Ómarsdóttir, Gróttu
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Gróttu
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Vipers Kristianstad

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert