Ein bestu vistaskiptin

Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. Ljósmynd/rhein-neckar-loewen.de

Flutningur Guðjóns Vals Sigurðssonar frá Barcelona til Rhein-Neckar Löwen er eftir á að hyggja talinn fimmtu bestu félagaskiptin í evrópskum handknattleik á leiktíðinni sem er að ljúka. Þetta er mat vefmiðilsins handball-planet. Vefurinn hefur tekið saman 20 best heppnuðu félagaskipti að mati sérfræðinga hans.

Þau félagaskipti sem þykja þau bestu eru þegar franska meistaraliðið Paris SG krækti í örvhentu skyttuna Nedim Remili frá US Créteil. Í öðru sæti eru vistaskipti Spánverjans Joan Cañella frá THW Kiel til Vardar Skopje og í þriðja sæti er flutningur Uwe Gensheimer frá Rhein-Neckar Löwen til Paris SG.

Guðjón Valur kom til Rhein-Neckar Löwen á síðasta sumri eftir að hafa átt tvö ár í herbúðum Barcelona. Hann skoraði 5 mörk fyrir Löwen í fyrrakvöld í sigri liðsins á Stuttgart, 31:21, og hefur þar með skoraði 185 mörk eða jafnmörg og Robert Weber úr Magdeburg. iben@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »