Andri til liðs við Fjölni

Andri Berg Haraldsson og Aðalsteinn Snorrason formaður handknattleiksdeildar Fjölnis.
Andri Berg Haraldsson og Aðalsteinn Snorrason formaður handknattleiksdeildar Fjölnis.

Handknattleiksmaðurinn reyndi Andri Berg Haraldsson hefur samið við Fjölnismenn, nýliðana í úrvalsdeild karla, til tveggja ára en þetta kemur fram í tilkynningu frá handknattleiksdeild Fjölnis.

Andri er 34 ára gamall og hefur leikið allar þrjár stöðurnar fyrir utan, verið leikstjórnandi og skytta vinstra og hægra megin, og auk þess er hann öflugur varnarmaður.

Andri kemur til Fjölnis frá KR-ingum en þeir lögðu niður lið sitt í vor eftir að hafa unnið sér sæti í úrvalsdeildinni. Hann lék annars lengst af sínum ferli með FH en einnig með Víkingi og Fram. Andri á samtals að baki um 600 meistaraflokksleiki með þessum félögum.

mbl.is