Ísland í neðsta styrkleikaflokki fyrir EM

Ísland tryggði sér sæti á EM í gær.
Ísland tryggði sér sæti á EM í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik verður í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á lokakeppni Evrópumótsins í handknattleik sem fram fer í Króatíu í janúar.

Ísland er í fjórða flokki ásamt Ungverjalandi, Slóveníu og Austurríki sem Patrekur Jóhannesson þjálfar og getur því ekki mætt þeim í riðlakeppninni. Mögulegir mótherjar, einn úr hverjum flokki, má sjá hér að neðan.

1 – Þýskaland, Spánn, Króatía, Frakkland
2 – Danmörk, Hvíta-Rússland, Svíþjóð, Makedónía
3 – Noregur, Serbía, Svartfjallaland, Tékkland
4 – Ungverjaland, Slóvenía, Austurríki, Ísland.

Dregið er í riðla fyrir EM þann 23. júní næstkomandi en

Þegar hefur verið ákveðið að Króatía verður í A-riðli í Split, Noregur í  B-riðli í Porec, Slóvenía í C-riðli í Zagreb og Ungverjaland í D-riðli í Varazdin.

Dregið er í riðla þann 23. júní næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert