Tími til kominn að fljúga úr hreiðrinu

Þráinn Orri Jónsson
Þráinn Orri Jónsson mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Þetta er bara spennandi,“ sagði handknattleiksmaðurinn Þráinn Orri Jónsson við Morgunblaðið í gær eftir að upplýst var að hann hefði skrifað undir tveggja ára samning við norsku meistarana í Elverum.

„Þetta er stórt félag í Noregi sem er ríkjandi meistari og tekur þar af leiðandi þátt í Meistaradeild Evrópu. Sú staðreynd jók enn á áhuga minn þegar forráðamenn Elverum sýndu mér áhuga. Með þessum skiptum fer ég aðeins út fyrir þægindahringinn og reyni eitthvað nýtt eftir að hafa verið með Gróttu síðan ég var sex ára gamall. Það var kominn tími til að fljúga úr hreiðrinu og prófa eitthvað nýtt,“ sagði Þráinn Orri og bætti við:

„Ég var orðinn dálítinn leiður á að vera hér heima í boltanum. Úr því að áhugi vaknaði hjá Elverum var ekki hægt að vísa því á bug,“ sagði Þráinn Orri, sem er línumaður auk þess að vera öflugur varnarmaður. Hann er í það minnsta fimmti leikmaður Gróttuliðsins á síðasta keppnistímabili sem rær á ný mið. 

Sjá allt viðtalið við Þráinn í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins