Ramune til Stjörnunnar

Ramune Pekarskyte og Rakel Dögg Bragadóttir verða liðsfélagar á komandi ...
Ramune Pekarskyte og Rakel Dögg Bragadóttir verða liðsfélagar á komandi leiktíð. mbl.is/Árni Sæberg

Stórskyttan og landsliðskonan Ramune Pekarskyte er gengin í raðir Stjörnunnar og mun því leika með liðinu á komandi keppnistímabili í handboltanum.

Ramune er 37 ára gömul og fædd í Litháen en hún fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2012. Hún hefur leikið 38 A-landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim 103 mörk.

Ramune kemur til Stjörnunnar frá Haukum þar sem hún hefur leikið allan sinn tíma hér á landi. Hún lék fyrst í sjö ár með Haukum árin 2003 til 2010 en fór svo til Noregs og lék með Levanger, þá SönderjyskE í Danmörku og svo Le Havre í Frakklandi áður en hún sneri aftur til Hauka sumarið 2015.

Ramune skoraði 96 mörk í 15 deildarleikjum með Haukum á síðustu leiktíð.

Ramune Pekarskyte á blaðamannafundi Stjörnunnar í dag.
Ramune Pekarskyte á blaðamannafundi Stjörnunnar í dag. mbl.is/Jóhann Ingi
mbl.is