Virkilega ánægður með þessa tilkomu

Halldór Harri Kristjánsson
Halldór Harri Kristjánsson mbl.is/Golli

„Ég er virkilega ánægður með þessa tilkomu og þetta er spennandi tímabil sem er framundan," sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í handknattleik eftir að Ramune Pekarskyte var tilkynnt sem leikmaður liðsins í dag. 

Leikmannahópur Stjörnunnar er nokkuð breyttur eftir síðustu leiktíð, en Harry segir hann svipaðan að gæðum. 

„Þessi hópur er aðeins öðruvísi en gæðin eru svipuð. Við erum búin að bæta við hægra megin hjá okkur og við erum með meiri fjölbreytileika þar. Heilt yfir þetta er þetta sterkur hópur."

Hvað færir Ramune liði Stjörnunnar? 

„Hún færir liðinu fyrst og fremst mörk. Hún er ógnandi við markið og góð að spila á aðra leikmenn í kringum sig. Það er gott að hafa svona týpu á æfingum, hún gerir hópinn sterkari."

Hann er spenntur fyrir komandi tímabili og nefnir hann að Íslandsmeistarar Fram hafi einnig fengið góða leikmenn í sínar raðir í sumar. 

„Fram er búið að fá stórstjörnur í liðið sitt og við virkum eins og við séum með gott lið. Það eru fleiri lið sem eru að styrkja sig og þetta er spurning um að vera á tánum og vera tilbúin."

„Ég er mjög sáttur við það lið sem ég er með í höndunum í dag," sagði Halldór er hann var spurður hvort hann byggist við frekari liðsstyrk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert