Ísland með stórsigur á heimamönnum

Bjarni Ófeigur Valdimarsson skorar eitt af níu mörkum sínum í ...
Bjarni Ófeigur Valdimarsson skorar eitt af níu mörkum sínum í dag. Ljósmynd/Heimasíða mótsins

Íslenska U19 ára landsliðið í handknattleik hafði betur gegn Georgíu, 42:25, á heimsmeistaramótinu sem fram fer þar í landi. Íslenska liðið byrjaði vel og hafði forystu allan leikinn, staðan í hálfleik var 24:8. 

Ísland hefur nú leikið þrjá leiki á mótinu og unnið þá alla sannfærandi. Fjórði leikur liðsins er gegn Alsír kl. 12:00 á íslenskum tíma. 

Mörk Íslands:
Bjarni Ófeigur Valdimarsson 9, Teitur Örn Einarsson 7, Kristófer Dagur Sigurðsson 7 Birgir Már Birgisson  5, Hannes Grimm 3, Sveinn Andri Sveinsson 2, Orri Freyr Þorkelsson 2, Sveinn José Rivera 1, Örn Östenberg 1,  Úlfur Kjartansson 1,  Birgir Jónsson 1, Darri Aronsson 1, Sveinn Brynjar Agnarsson 1, Hafþór Vignisson 1.

Andri Scheving varði sex skot og Viktor Gísli Hallgrímsson sjö. 

mbl.is