Fram vann Ragnarsmótið

Fram vann Ragnarsmótið
Fram vann Ragnarsmótið Ljósmynd/Magnús Matthíasson

Fram bar sigur úr býtum í Ragnarsmóti kvenna í handknattleik. Fram vann Val, 32:29 í kvöld og unnu Íslandsmeistararnir alla þrjá leiki sína á mótinu. Ragnheiður Júlíusdóttir og Arna Þyrí Ólafsdóttir skoruðu báðar átta mörk í kvöld og voru markahæstar. Diana Šatkauskaitė var markahæst í liði Vals með tíu mörk. 

ÍBV hafnaði í öðru sæti með tvo sigra og eitt tap, Valur í þriðja með tvö töp og einn sigur og Selfoss rak lestina með þrjú töp. 

Eftirtaldar viðurkenningar voru veittar að móti loknu:
Besti varnarmaður: Perla Ruth Albertsdóttir Selfoss
Besti sóknarmaður: Diana Šatkauskaitė Valur
Besti markmaður: Guðrún Ósk Maríasdóttir Fram
Markahæsti leikmaður: Diana Šatkauskaitė Valur
Besti leikmaður mótsins: Sandra Erlingsdóttir, ÍBV

mbl.is