Jafnt í báðum leikjum í Hafnarfirði

Ásbjörn Friðriksson skoraði sex mörk í kvöld.
Ásbjörn Friðriksson skoraði sex mörk í kvöld. mbl.is/Golli

FH og Afturelding skildu jöfn í 1. umferð Hafnarfjarðarmótsins í handknattleik í kvöld, 30:30. Ásbjörn Friðriksson og Ísak Rafnsson voru markahæstir í liði FH með sex mörk hvor og Óðinn Þór Ríkarðsson skoraði fimm. Gunnar Malmquist Þórisson og Ernir Hrafn Arnarson skoruðu sex mörk fyrir Aftureldingu. 

Haukar og Valur gerðu 21:21 jafntefli í sömu keppni. Daníel Þór Ingason skoraði sex mörk fyrir Hauka og var markahæstur. Anton Rúnarsson skoraði fimm mörk fyrir Val og Magnús Óli Magnússon skoraði fjögur. 

mbl.is