Óvæntur sigur Selfyssinga á Stjörnunni

Selfoss vann óvæntan sigur á Stjörnunni í kvöld.
Selfoss vann óvæntan sigur á Stjörnunni í kvöld. mbl.is/Golli

Selfoss vann óvæntan 32:31-sigur á Stjörnunni í 1. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld. Staðan í hálfleik var 18:17, Stjörnunni í vil. Perla Ruth Albertsdóttir var markahæst í liði Selfyssinga með tíu mörk og Kristrún Steinþórsdóttir skoraði níu. 

Brynhildur Kjartansdóttir skoraði mest í liði Stjörnunnar eða sjö mörk og Rakel Dögg Bragadóttir var með sex. 

Stjörnunni var spáð afar góðu gengi í vetur á meðan búist var við að Selfoss yrði í baráttu við botninn og koma úrslitin því nokkuð á óvart. 

mbl.is