Guðmundur Hólmar sneri aftur

Frændurinir Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason í æfingabúningi Cesson-Rennes.
Frændurinir Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason í æfingabúningi Cesson-Rennes. Ljósmynd/Aðsend

Guðmundur Hólmar Helgason, landsliðsmaður í handknattleik, sneri aftur á völlinn með liði sínu Cesson-Rennes í gærkvöldi eftir að hafa verið frá vegna meiðsla síðasta hálfa árið.

Guðmundur Hólmar meiddist á æfingu með Cesson-Rennes í febrúar og sleit tvö liðbönd í ökkla, en hann missteig sig í hraðaupphlaupi á æfingunni.

Cesson-Rennes tapaði naumlega í fyrstu umferð frönsku 1. deildarinnar fyrir Saran í gærkvöld, 30:29, og fékk Guðmundur þar sínar fyrstu mínútur eftir meiðslin. Hann skoraði ekki en Geir Guðmundsson, frændi hans og liðsfélagi, skoraði eitt mark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert