Heimir og Hreinn spila með KA-mönnum

Hreinn og Heimir í KA-treyjunum.
Hreinn og Heimir í KA-treyjunum. Ljósmynd/ka.is

Heimir Örn Árnason og Hreinn Þór Hauksson hafi báðir komist að samkomulagi við KA um að spila með liðinu í vetur í Grill66-deild karla í handknattleik.

Í frétt á vef KA segir;

Þessa tvo kappa þarf vart að kynna fyrir lesendum en báðir hafa þeir leikið með KA á árum áður, sem og Hömrunum og Akureyri undanfarin ár. Heimir Örn getur leikið sem skytta og leikstjórnandi en Hreinn spilar meira í horni og á línu en þessir kappar eru einnig þekktir fyrir það að vera gríðarlega sterkir varnarmenn og hafa löngum stundum bundið varnir þeirra liða sem þeir spila með saman.

KA fagnar því að þessir tveir leikmenn hafi ákveðið að aðstoða uppeldisfélag sitt á komandi leiktíð með því að spila með liðinu. Fyrsti leikur KA er gegn ÍBV U í Grill66-deild karla á morgun í KA-heimilinu. Leikurinn hefst 20.15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert