Kári frá keppni í nokkrar vikur

Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV, meiddist í leiknum við Aftureldingu …
Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV, meiddist í leiknum við Aftureldingu í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Kári Kristján Kristjánsson, línumaðurinn sterki, fór af leikvelli eftir um 20 mínútur í viðureign Aftureldingar og ÍBV í Olís-deild karla að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld. Óttast er að Kári verði frá keppni í einhverjar vikur.

Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV sagði við mbl.is eftir leikinn í kvöld að Kári hafi tognað í aftanverðu læri. „Ég óttast að Kári geti verið frá keppni í mánuð af þessum sökum. Tognun í aftanverðu læri er alltaf erfið viðureignar," sagði Arnar og bætti við. „Það er virkilega leiðinlegt að þetta skuli hafa komið fyrir Kára því hann hefur getað æft gríðarlega vel með okkur í sumar. Hann er í flottu formi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert