ÍR hafði betur í Víkinni

mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

ÍR hafði betur gegn Víkingi, 30:27, í Grill66-deild kvenna í handknattleik en liðin áttust við í Víkinni í kvöld.

Alina Molikova var markahæst í liði Víkings með 11 mörk og næst kom Sigríður Ólafsdóttir með 6. Hjá voru þær Silja Ísberg, Hildur Maín Andrésdóttir, Elísabet Guðjónsdóttir og Petra Waage markahæstar með 5 mörk hver.

Liðin eru bæði með 2 stig eftir tvo leiki.

mbl.is