ÍBV vann á Selfossi

Karólína Bæhrenz skoraði níu mörk í dag.
Karólína Bæhrenz skoraði níu mörk í dag. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

ÍBV hafði betur gegn Selfossi, 32:25, í 3. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í Vallaskóla í dag, staðan í leikhléi var 19:11, ÍBV í vil. ÍBV fór upp í fimm stig og í leiðinni upp í toppsæti deildarinnar með sigrinum. Karólína Bæhrenz var markahæst í liði ÍBV með níu mörk og Ester Óskarsdóttir skoraði sjö. Kristrún Steinþórsdóttir var markahæst í liði Selfyssinga með sex mörk. 

Selfoss hefur unnið einn, tapað einum og gert eitt jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni á meðan ÍBV hefur unnið tvo og gert eitt jafntefli. 

Mörk Selfoss: Kristrún Steinþórsdóttir 6, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 5, Katla María Magnúsdóttir 4, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Hulda Dís Þrastardóttir 2, Elva Rún Óskarsdóttir 1, Agness Sigurðardóttir 1, Arna Kristín Einarsdóttir 1, Þuríður Guðjónsdóttir 1

Mörk ÍBV: Karólína Bæhrenz 9, Ester Óskarsdóttir 7, Sandra Erlingsdóttir 4, Greta Kavaliauskaite 4, Kristrún Hlynsdóttir 4, Ásta Björt Júlíusdóttir 2, Asun Batista 1, Díana Kristín Sigmarsdóttir 1

mbl.is