Valsmenn búnir að semja við Japanann

Ryuto Inage handsalar samninginn við Snorra Stein Guðjónsson þjálfara Vals.
Ryuto Inage handsalar samninginn við Snorra Stein Guðjónsson þjálfara Vals. Ljósmynd/twitter

Íslandsmeistarar Vals í handknattleik karla hafa samið við japanska landsliðsmanninn Ryuto Inage og mun hann leika með liðinu í vetur. Þetta kemur fram á twittersíðu Vals.

Inage er ekki kominn með leikheimild en hann kemur til Valsmanna frá japanska liðinu Wakunaga sem Dagur Sigurðsson lék með og þjálfaði á sínum tíma en Inage leikur með japanska landsliðinu undir stjórn Dags.

mbl.is