Lauflétt hjá Dönum

Íslenska kvennalandsliðið tapaði stórt.
Íslenska kvennalandsliðið tapaði stórt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Danska kvennalandsliðið í handknattleik var of stór biti fyrir íslenska liðið er þau mættust í Laugardalshöll í gær. Sjálfsagt eðlilegt og viðbúið þar sem Danir eru með eitt allra sterkasta landslið í heimi. Leikurinn var í undankeppni EM og lauk með yfirburðarsigri Dana 29:14 eftir að staðan hafði verið 13:4 í hálfleik. Íslenska liðið hefur því tapað báðum sínum leikjum því það tapaði fyrir Tékkum á miðvikudaginn með sjö marka mun.

„Jú, það er fínt að eiga góða spretti á móti Dönum og það ýtir undir mann að gera enn betur og leggja ennþá harðar að sér,“ sagði Guðrún Ósk Maríasdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, eftir leikinn.

Guðrún Ósk átti fínan leik í markinu, varði 12 skot þann tíma sem hún stóð í markinu og mög þeirra virkilega erfið skot.

Hún sagði að eins og venjulega hefði hún farið vel yfir hvernig dönsku leikmennirnir væru að skjóta. „Vörnin hjá okkur var líka mjög fín þegar við náðum að stilla upp. Það er nýtt hjá okkur að leika 5-1 vörn og þær Andrea og Ester stóði sig báðar vel fyrir framan vörnina. Það er mikilvægt að eiga nýtt vopn í vopnabúrinu og þessi vörn virkar bara fínt hjá okkur,“ sagði Guðrún Ósk.

Nánar er fjallað um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert