Löwen fór á toppinn í Meistaradeildinni

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði þrjú mörk fyrir Löwen.
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði þrjú mörk fyrir Löwen. Ljósmynd/Heimasíða Rhein-Neckar Löwen

Þýska liðið Rhein-Neckar Löwen skaust á topp A-riðilsins í Meistaradeild Evró9u í handknattleik þegar liðið vann öruggan sigur á króatíska liðinu Zagreb í kvöld, 31:24.

Löwen hafði undirtökin frá upphafi til enda en staðan í hálfleik var, 15:11, þýska liðinu í vil. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 3 mörk úr sex skotum sínum fyrir Rhein-Neckar Löwen Alexander Petersson skoraði 2 mörk úr þremur skotum sínum. Hendrik Pekeler var markahæstur í liði Löwen með 8 mörk og sænski markvörðurinn Andreas Palicka varði 18 skot.

Löwen er með 8 stig í efsta sæti riðilsins en Pick Szeged, Barcelona og Vardar eru öll með 7 stig.

mbl.is