Öruggt hjá Selfyssingum gegn ÍR

Einar Sverrisson tryggði Selfyssingum dísætan sigur í síðustu umferð.
Einar Sverrisson tryggði Selfyssingum dísætan sigur í síðustu umferð. mbl.is/Árni Sæberg

Selfyssingar unnu öruggan sigur á ÍR á heimavelli í Olísdeild karla í handbolta í kvöld, 32:26. Eftir jafnan fyrri hálfleik stýrðu Selfyssingar umferðinni í seinni hálfleiknum.

Það var jafnt á öllum tölum fyrstu tuttugu mínúturnar en þá tóku ÍR-ingar frumkvæðið í skamma stund og náðu tveggja marka forskoti. Selfyssingar svöruðu hins vegar fljótt fyrir sig og jöfnuðu 11:11 fyrir leikhlé.

Í upphafi síðari hálfleiks gerðu Selfyssingar síðan út um leikinn og náðu fljótlega góðu forskoti sem þeir vörðu svo til leiksloka, og gott betur en það því munurinn jókst á lokakaflanum.

Teitur Örn Einarsson var markahæstur Selfyssinga með 10/4 mörk og Elvar Örn Jónsson skoraði 7. Markvarslan var nánast engin hjá Selfyssingum en Sölvi Ólafsson og Helgi Hlynsson vörðu báðir 3 skot.

Daníel Ingi Guðmundsson skoraði 6/1 mark fyrir ÍR og Úlfur Kjartansson og Sturla Ásgeirsson 5. Grétar Ari Guðjónsson varði 11 skot í marki ÍR.

Selfoss 32:26 ÍR opna loka
60. mín. Halldór Logi Árnason (ÍR) skoraði mark
mbl.is